Mótmælin á þessum herrans degi 04,10,10

Það mun koma í ljós með kvöldinu hversu vel eða illa fer með mótmælendur í kvöld, sem munu mæta á túnið fyrir framan okkar ´"háa" alþingi.   Ég held samt að við þurfum að gera eitthvað róttækt og þá meina ég gera, framkvæma, aðhafast,  drífa okkur !!!  við verðum að aðhafast eitthvað miklu áhrifameira en að standa á túninu og öskra.  það hefur engin áhrif á bankana eða ríkisstjórnina ( nema eggjum sé hent þá skitnar liðið út)  AGS finnur ekkert fyrir því sem við gerum á túninu. 

Alvöru aðgerðir þarf og ég bendi á GANDRA og HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA.  það þarf að taka verklegan þátt i þessu og þó svo að ég sé skilvís greiðandi minna lána þá eru bara ekki allir svo heppnir að hafa tekjur sem duga fyrir okurlánum banka og lánastarfsfyrirtækja.  við þurfum að taka okkur saman og standa saman og hætta að setja peninga í þetta - ég mæli með þvi að fólk taki þátt í greiðsluverkfalli fyrir alvöru.  Þó svo að ég verði að segja að ég sé á móti svona afdrifaríkum aðgerðum þá er bara spurning um að standa saman,

                            SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR - SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR


Evrópa og litla Ísland

Nú er verið að vinna að því hörðum höndum með mótlæti frá sumum að koma okkur í ESB á sem skemmstum tíma og ein af flýtileiðunum er að selja útlendingum strax eitthvað af þessum margumræddu íslensku náttúruauðlindum.  Um að gera að klára svona frá bara, svo það sé leikur einn að fá Íslendinginn til að setja X við inngöngu í ESB ha.... !!!???  Þetta ætti að stytta okkur ferlið þegar AGS og ESB gleypir okkur með öllu. 

Hef ekki glóru um bestu ástæður til þess að ganga í þetta band og sé ekki að stjórnvaldið sé að reyna að kynna nokkurn skapaðan hlut þar að lútandi fyrir mér, hvað þá einhverjum öðrum Íslending !!

Málið er að við erum svo fjandi hrædd núna sum okkar og höldum að við séum að tapa í kapphlaupinu um gæðin að við verðum blind á það sem við eigum nú þegar og ættum með öllum ráðum að halda áfram að eiga.  Því þegar upp er staðið þá er þessi þjóð ekkert annað en auðlind í sjálfu sér og á að halda því sem lengst og þá einnig öðrum auðlindum sem okkur var gefið af almættinu sjálfu. 

Ef hægt er að selja vatnið eða fiskinn til einhverra einkaaðila þá erum við illa stödd og fjandinn fjarri mér að ég taki þátt í svoleiðis vitleysu.  Náttúran er allra !! hún fæst hvorki keypt né seld.


mbl.is Formlegar viðræður að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum bílunum og tökum strætó

Það er fylgifiskur hækkunar á bensíni að fólk leggur bílnum sínum bara og tekur strætó   Hvað fær ríkið út úr því ??  Það þarf aðeins að hugsa út fyrir kassann.  Hver verða áhrifin ?  

Það einfaldlega gengur ekki að hækka allt og hækka.  Landsmenn sem greiða skatta nú þegar hafa ekki bolmagn til þess að greiða meira.  Hvorki beina né óbeina   Það er einfaldlega komið að því að skera miklu meira niður á stjórnarheimilinu eins og á öðrum heimilum í landinu.  

Þetta er keðja og hver hlekkur skiptir máli.  Þegar hlekkir veikjast þá veikist öll keðjan og jafnvel slitnar.  Það þarf að fara varlega í frekari hækkanir.    Það sem er nauðsynlegt að gera er að koma til móts við skuldara í landinu og sjá til þess að fólk hafi í sig og á út mánuðinn EFTIR að hafa klárað að greiða skuldir sínar.  Því miður heyrir maður af mýmörgum dæmum þar sem fólk á erfitt með að láta enda ná saman.   Verðtryggingin VERÐUR að fjúka, þeir sem eru á móti því lyfti upp hendi,   já einmitt hendur þeirra koma á loft sem EIGA peninga  og kæra sig ekki um að vextir og verðbætur á aurana sína minnki.  Það er skiljanlegt en...mun það ganga upp til lengdar,  ....... hmmm ??? 

 Svo það er lokalausnin - strætó / svo má líka hjóla eða ganga  


mbl.is Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína, já Kína.

Og svo erum við Íslendingar að binda okkar við þá þarna úti í Kínaveldi. Við erum að stærðargráðu núll komma eitthvað í samanburði við þessa þjóð. Til dæmis yrði ég sett í fangelsi fyrir að pikka inn þessi orð ef ég væri í Kína, þó svo þau séu sárasaklaus, hvað þá ef ég svo merki þessa færslu í feisbókinni.
Ég mæli með því að íslensk stjórnvöld fari varlega í loforðum og bindingum við þessa stóru þjóð sem er að koma árum sínum fyrir borð um allan heim.
Hef aldrei komið til Kína og efast ekki um að þar er fallegt og gott fólk að mestum hluta en mikil fátækt er þar einnig og eins og fréttin ber með sér þá eru höft á fólki og ekki málfrelsi eða athafnafrelsi, eins og við þekkjum á okkar ylhýra Íslandi.
mbl.is Fésbókin öryggisógn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekjur ríkissjóðs 40 milljörðum meiri en áætlað var.

Gott mál en....Það er auðvitað ekki spurning um hvaðan þessir aurar koma, þar sem þúsundir fólks neyddist til þess að taka út viðbótarlífeyrissparnað sinn til þess að standa skil á ofurlánum sínum.   Eins og nefnt er í frétt á Visi.is þá eru þetta fjármagnstekjur.  

Það sem hinsvegar er súrt í þessu máli er að það skuli ríkja ánægja innan ríkisvaldsins með þessar tekjur þar sem þetta voru aurar sem fólk ætlaði sér til nota þegar eftirlaunaaldri væri náð.

Það er auðvitað til háborinnar skammar fyrir ríkisvaldið að  almenningur skuli hafa þurft að leysa út þennan sparnað því það sýnir getuleysi stjórnvalda gangvart fjármálafyrirtækjum í þessu landi.  

Bankarnir eru í gróða á hverjum ársfjórðungi og við "skuldarar"  greiðum hverja krónu sem okkur ber.  Það er súrt og ferlegt að hugsa til framtíðar og sjá að þegar maður hefur greitt upp lánin á íbúð sinni sem maður asnaðist til að kaupa, þá hefur maður greitt allavega tvöfalt íbúðarverð ef ekki meira.  Það er eitt af þeim málum sem ríkisvaldið verður að einbeita sér að og það er að fella niður verðtrygginguna - það er auðvitað ekki það sem þeir vilja sem eiga innistæður í bönkunum því það gefur svo fjandi vel að hafa verðtryggingu á innlánum til langs tíma, en á móti þá er verðtryggingin ekki jafn fýsileg þegar hún er notuð annars staðar.  (sjá vísindavefinn- spurning um verðbætur)

Auðvitað er gott að ríkið fái nóg af aur enda okkur öllum í hag myndi maður halda.  En þá vil ég líka skora á ríkisvaldið og sveitarfélög að halda vel utan um fólk sem á ekki neinn aur og hefur ekki ofan í sig eða á.  Fátækt er raunveruleiki á Íslandi og  það er ríkisins að hjálpa fólki.  

 

Burt séð frá voli og væli þá endilega njótið dagsins !

 

 

 

 


Gengi gjaldmiðla ???

Hvernig stendur eiginlega á því að gengi á japönsku jeni og svissneskum franka fellur ekki eins og aðrir miðlar ?  er það kannksi vegna þess að flest lán í erlendri mynt eru í þessum gjaldmiðlum ?  það hefur meira að segja hækkað gengið á þessum tveim gjaldmiðlum í dag á meðan aðrir gjaldmiðlar fara lækkandi !  Ég tel banka vera að reyna að punga út meira en þeim ber vegna þessara erlendu lána svei mér þá.  Hvað er til ráða ?  Finnst engum þetta skrítið nema mér ?


Hlýnun jarðar ... datt mér þá í hug.

að við gætum hugsanlega bent á jörðina sjálfa sem stóran þátt í hlýnun jarðar ekki satt ?  Hún er jú í því þessa dagana að hreyfa sig mikið og spúa eldi hér á landi og án efa einhversstaðar annars staðar líka, hefur svona ekki áhrif á hlýnun jarðar ? Maður bara spyr !

Hver er sjálfum sér næstur

Hvað á maður að halda þegar fólk tekur svona stórt upp í sig ?? Hverjir eru hagsmunir SA í þessu máli ?  LÍÚ þarf að sætta sig við breyttar forsendur og breytt viðhorf þjóðarinnar.   Sjávarfangið er eign þjóðarinnar ekki útgerðarmanna og tími til kominn að færa þessa auðlind aftur til þjóðarinnar !!  Ríkið- sem erum við öll - á að fá tekjurnar af kvótanum en ekki kvótakóngar. 
mbl.is Vilja að skötuselslög verði afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að geta sér frjálst um höfuð strokið

Það er meira en að segja það !!  Því eins og fréttin ber með sér og alþjóð veit, þá virðast kínversk stjórnvöld halda að þau hafi einhver yfirráð yfir vilja forseta og annarra, sem hug hafa á að ræða við Dalai Lama.  Það er aljörlega óviðunandi að heimsbyggðin skuli vera sett undir vald eins veldis þarna í austri.   Ég verð að segja að mér þykir Obama standa sig vel í því að láta ekki aðra valta yfir sig !
mbl.is Obama ræðir við Dalai Lama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Ég sat og horfði á "Á allra vörum" í gærkveldi og ekki var laust við að tár komu er ég hlustaði á sögur þeirra sem átt hafa eða eiga krabbameinsveik börn.  Þetta eru hetjur í minum augum og ég dáist að þeim krafti sem þetta fólk ber með sér í gegnum svona lífsreynslu. 

Ég vildi óska að ég ætti fullt af milljónum til að gefa í svona söfnun en lét nokkra þúsundkalla nægja.  

Ég skora á alla sem hafa ekki ennþá gefið að gefa þó ekki væri nema eitt þúsund krónur !

Margt smátt gerir eitt stórt -- 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband