Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Mikið vit

Það fer ekki framhjá neinum að kröggur í fjármálum tróna efst á toppi ríkisbúskapsins.  Það sem aftur á móti flestir eru að segja/rita er að ríkisstjórnin eigi ekki að greiða ICESAVE reikninginn, heldur eigi þeir að einbeita sér að heimilum og fyrirtækjum í landinu. 

Ég spyr, þegar ég og þú landi góður þurfum að taka til í okkar heimilisrekstri verðum við þá ekki að einbeita okkur fyrst og fremst að því að fara í gegnum stóru pakkana sem við skuldum ?  Getur maður leyft sér að sleppa því ?  Við ættum að setja aðeins meira traust á þetta fólk sem við kusum og bauð sig fram  til að takast á við þær GÍFURLEGU skuldir og óráðsíu sem þeir háu herrar sem voru í valdastól fyrir,  komu þjóðinni í !  

Það er hreint ótrúlegt hvað fólk er frekt á að hlutir gerist í gær sem tók mörg ár að gerjast í þjóðfélagi okkar.

Gefið þessu fólki vinnufrið !  

Mér þykir frábært hvað Eva Joly er opinská með að segja sína meiningu á íslenskri spillingu, reynið að taka það til ykkar sem eigið það og í framhaldinu gerið ykkur að betri mönnum með því að laga til í ykkar bakgarði og skilið uppskerunni á þann stað sem þið stáluð fræjunum frá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband