Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mótmælin á þessum herrans degi 04,10,10

Það mun koma í ljós með kvöldinu hversu vel eða illa fer með mótmælendur í kvöld, sem munu mæta á túnið fyrir framan okkar ´"háa" alþingi.   Ég held samt að við þurfum að gera eitthvað róttækt og þá meina ég gera, framkvæma, aðhafast,  drífa okkur !!!  við verðum að aðhafast eitthvað miklu áhrifameira en að standa á túninu og öskra.  það hefur engin áhrif á bankana eða ríkisstjórnina ( nema eggjum sé hent þá skitnar liðið út)  AGS finnur ekkert fyrir því sem við gerum á túninu. 

Alvöru aðgerðir þarf og ég bendi á GANDRA og HAGSMUNASAMTÖK HEIMILANNA.  það þarf að taka verklegan þátt i þessu og þó svo að ég sé skilvís greiðandi minna lána þá eru bara ekki allir svo heppnir að hafa tekjur sem duga fyrir okurlánum banka og lánastarfsfyrirtækja.  við þurfum að taka okkur saman og standa saman og hætta að setja peninga í þetta - ég mæli með þvi að fólk taki þátt í greiðsluverkfalli fyrir alvöru.  Þó svo að ég verði að segja að ég sé á móti svona afdrifaríkum aðgerðum þá er bara spurning um að standa saman,

                            SAMEINUÐ STÖNDUM VÉR - SUNDRUÐ FÖLLUM VÉR


Evrópa og litla Ísland

Nú er verið að vinna að því hörðum höndum með mótlæti frá sumum að koma okkur í ESB á sem skemmstum tíma og ein af flýtileiðunum er að selja útlendingum strax eitthvað af þessum margumræddu íslensku náttúruauðlindum.  Um að gera að klára svona frá bara, svo það sé leikur einn að fá Íslendinginn til að setja X við inngöngu í ESB ha.... !!!???  Þetta ætti að stytta okkur ferlið þegar AGS og ESB gleypir okkur með öllu. 

Hef ekki glóru um bestu ástæður til þess að ganga í þetta band og sé ekki að stjórnvaldið sé að reyna að kynna nokkurn skapaðan hlut þar að lútandi fyrir mér, hvað þá einhverjum öðrum Íslending !!

Málið er að við erum svo fjandi hrædd núna sum okkar og höldum að við séum að tapa í kapphlaupinu um gæðin að við verðum blind á það sem við eigum nú þegar og ættum með öllum ráðum að halda áfram að eiga.  Því þegar upp er staðið þá er þessi þjóð ekkert annað en auðlind í sjálfu sér og á að halda því sem lengst og þá einnig öðrum auðlindum sem okkur var gefið af almættinu sjálfu. 

Ef hægt er að selja vatnið eða fiskinn til einhverra einkaaðila þá erum við illa stödd og fjandinn fjarri mér að ég taki þátt í svoleiðis vitleysu.  Náttúran er allra !! hún fæst hvorki keypt né seld.


mbl.is Formlegar viðræður að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband