Færsluflokkur: Mannréttindi

Nú er mér allri lokið....

Ég verð að blogga um það hér að mér er allri lokið. Þetta er tískan í dag - segja hug sinn á vefnum - svo ég geri það líka. Vona að þetta sjáist og vekji einhverja upp frá "djúpum" svefni og andvaraleysi og máttleysi og öllu sem hægt er að nefna þegar kemur að stjórnmálamönnum í þessu landi.
Ég hef talið mig vistvæna - umburðalynda - réttláta - langlynda en ég hef fengið nóg !
Ég veit ekki hvort það yrði nokkuð betra þó við kysum annað stjórnmálaafl eða öfl yfir okkur hér á þessu guðsvolaða landi, en ég á ekki von á því að það verði neitt verra en það sem er í gangi núna. Ríkisstjórn Íslands er óhæf !!
Ég vil breytingar og það ekki síðar en í gær, ég fæ ekki skilið afhverju ríkisvaldið er ekki að sjá það sem er að gerast í þessu landi !? Atvinnuleysið sem hefur nú varað hjá allt of mörgum í allt of langan tíma fer að taka alvarlegan toll af landsmönnum. Úrbætur fyrir atvinnulausa eru ekki að skila sér inn á matardiskinn hjá þeim og síður en svo er þessi ríkisstjórn að bæta atvinnuástandið - nei þeir halda að sér höndunum - ég er bara ekki að skilja þetta.
Það er auðvelt að vera í vinnu og eiga bíl og hafa þak yfir höfuðið, en það er líka blindandi - því maður sér ekki hvað þeir sem eru atvinnulausir þurfa að ganga í gegnum.
Mun ég geta keypt mat í næsta mánuði ? Mun ég geta borgað leigu í næsta mánuði ? Mun ég eiga líf í næsta mánuði ??
Ég set hér fram hugleiðingar sem gætu farið í gegnum huga þess sem er atvinnulaus og hefur misst vonina - ég sjálf er heppin að hafa vinnu og það sem ég þarf, en það er ekki svo með alla sem maður þekkir. Því miður....
Afhverju er fólk tekið af atvinnuleysisbótum í landi sem býður ekki fólki vinnu í staðinn ?!? Á hverju á fólk að lifa ? Það er spurning að kalla til erlenda fréttamiðla og hleypa þeim inn í líf einstaklings sem er í þeim sporum sem hér fyrir ofan er lýst. Bara hugdetta. Hvernig eigum við að taka á þessu ? Hvað ætlar þessi ríkisstjórn að gera í málinu ?
Ég veit að ef ég væri atvinnulaus og missti bæturnar og vissi ekki hvernig ég fengi ofaní mig næsta mánuðinn þá væri ég ekki lengi að stimpla mig út - en fólk er sterkt og þolir mótlætið - but only so far..........

Kína, já Kína.

Og svo erum við Íslendingar að binda okkar við þá þarna úti í Kínaveldi. Við erum að stærðargráðu núll komma eitthvað í samanburði við þessa þjóð. Til dæmis yrði ég sett í fangelsi fyrir að pikka inn þessi orð ef ég væri í Kína, þó svo þau séu sárasaklaus, hvað þá ef ég svo merki þessa færslu í feisbókinni.
Ég mæli með því að íslensk stjórnvöld fari varlega í loforðum og bindingum við þessa stóru þjóð sem er að koma árum sínum fyrir borð um allan heim.
Hef aldrei komið til Kína og efast ekki um að þar er fallegt og gott fólk að mestum hluta en mikil fátækt er þar einnig og eins og fréttin ber með sér þá eru höft á fólki og ekki málfrelsi eða athafnafrelsi, eins og við þekkjum á okkar ylhýra Íslandi.
mbl.is Fésbókin öryggisógn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband