Kína, já Kína.

Og svo erum við Íslendingar að binda okkar við þá þarna úti í Kínaveldi. Við erum að stærðargráðu núll komma eitthvað í samanburði við þessa þjóð. Til dæmis yrði ég sett í fangelsi fyrir að pikka inn þessi orð ef ég væri í Kína, þó svo þau séu sárasaklaus, hvað þá ef ég svo merki þessa færslu í feisbókinni.
Ég mæli með því að íslensk stjórnvöld fari varlega í loforðum og bindingum við þessa stóru þjóð sem er að koma árum sínum fyrir borð um allan heim.
Hef aldrei komið til Kína og efast ekki um að þar er fallegt og gott fólk að mestum hluta en mikil fátækt er þar einnig og eins og fréttin ber með sér þá eru höft á fólki og ekki málfrelsi eða athafnafrelsi, eins og við þekkjum á okkar ylhýra Íslandi.
mbl.is Fésbókin öryggisógn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig litist þér á að búa í þjóðfélagi sem telur eittþúsund og þrjúhundruð milljónir manna og allir hefðu jafnmikla þörf og þú á að tjá sig skriflega eða mæta út á götu að mótmæla, líkt og er í gangi hér á íslandi ? Næstum hver einasta manneskja á Íslandi hefur skoðun á nánast öllu og þvingar henni uppá aðra með endalausu bloggi og skrifum ? Gæti þetta ekki orðið töluvert brjálæði ? Mega ekki liggja mörk einhvers staðar ? Og þurfa kínverjar að vera alveg eins og Íslendingar ?

Ég bjó þarna í mörg ár og finnst hvergi betra að búa. Það ergir mig þegar fólk getur gagnrýnt flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin augum.

Sigurjón (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband