Nýtt ár ný tækifæri

Komin aftur á bloggið.  Byrja á að óska landsmönnun gleðilegs nýs árs og vona að þetta ár verði bara betra en það sem nú er farið í aldanna skaut.  Ekki hægt að toppa atburði síðasta árs alveg á næstunni, held ég.  Annars veit maður aldrei hvað gerist svosem og með hlýnun jarðar þá bráðna jú víst jöklar og toppurinn á ísjakanum sem tilheyrir fjármálahruninu er varla nema rétt farinn að bráðna og við eigum væntanlega eftir að sjá margt koma með þeirri bráðnun og margir sem eiga eftir að þurfa að játa syndir sínar og gjalda fyrir þær á einhvern hátt.

 

Ég játa alveg syndir mínar, ég tók lán í erlendri mynt og það er með einhvern bólgusjúkdóm, því það er að stækka og stækka og ég fæ ekkert við ráðið.  Ég verð að játa að ég sárkenni til með þeim einstaklingum sem tóku erlend lán til húsnæðiskaupa.  Ef ég væri með slíkt lán þá væri ég ... ja ég veit ekki en ég væri örugglega komin á heavy róandi til að fara ekki hreint og beint yfirum.  

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.