Hélt að hjartað gæfi sig

Hef drukkið eina hálfs lítra flösku af Coke Zero um ævina og eftir u.þ.b. klukkutíma fór hjartslátturinn í flug-gír  og mér leið afar illa. Sick  ( var bara að gæða mér á pylsu og kók )   Ég neyti að öllu jöfnu ekki Coca Cola drykkja, eingöngu þegar ekkert annað er í boði, sem er afar sjaldgæft.  Í umrætt skipti þá var ekki annar drykkur í boði og ég drakk hálfan líter, sem telst nú harla lítið magn.  Það  er ekki ofsögnum sagt að þessi umræddi drykkur er slæmur heilsu minni.  Aspartame er óþekktarangiNinja í sætuefnum, því er ég sammála.  Veit þó ekki hvort "bara" það sé slæmt í Coke Zero !? 

Hið víðfræga tyggigúmmí extra inniheldur aspartame, sem hangir við búðakassa í stórmörkuðum landsins.  Margar aðrar vörur innihalda þetta efni og vert er að skoða það að banna þetta í vörum á Íslandi ??!  

Ég mæli með spry tyggigúmí sem inniheldur xylitol en ekki aspartame.

Held að það sé hreint út sagt hollara að drekka sykraða drykki en þessa með gervi-sætu í, ef maður vill endilega drekka slíka drykki.

Safar innihalda líka sykur svo það er kannski best að halda sig við vatnið, sjóða það jafnvel og brugga sér gott te.  Smile

 

 


mbl.is Vill banna Kók Zero
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband