Færsluflokkur: Bloggar
20.10.2011 | 14:22
Er okkur alveg sama ??!
Ég spyr : er okkur sama hvað er framleitt á Íslandi ??
lesið hér http://en.wikipedia.org/wiki/Sodium_chlorate
um þetta efni......
5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 12:25
Ef færa á þjónustu yfir á sveitarfélögin þá verður,
Fleiri verkefni til sveitarfélaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 11:28
Ríkið ætlar að sækja erlendan gjaldmiðil ..
Ætlar nú ríkið að taka upp á því sem bankarnir okkar féllu á ?? Búa til loftbólu úr engu ?
Kauptu þér ríkisskuldabréf í evrum sem er tengd við íslensku krónuna og svo styrkist krónan og þá áttu því miður AÐEINS minna inni. Við fáum þá kannski annað icesave mál yfir okkur ? Afhverju er ríkið að gera þetta núna ?? eigum við ekki fullt af lánspeningum í sjóði einhversstaðar ??
Ég er greinilega voðalega græn í þessum efnum
Undirbýr útgáfu erlendra skuldabréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2011 | 15:21
Eins og maður hefur alltaf sagt !
Maður veit aldrei nefnilega !!
Fleiri látnir í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2011 | 12:41
Hvað með verðtrygginguna ?
Get ekki séð að þetta sé eitthvað betri kostur en það sem verið hefur í boði hingað til - verðtryggingin kemur til með að hækka þessi lán næstu árin, upp að, eða yfir verðmat eignarinnar.
Það á að bjóða fólki að taka lán án verðtryggingarinnar !!! þá erum við að tala saman.
Arion banki býður íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2010 | 13:33
Jahérna !!
Ég skal trúa því sem sagt er þarna inni þegar ég sé það skjalfest og þinglýst í ofanálag.
Ég vil sjá sérhæfða einstaklinga með gráður í hagfræði´og þjóðhagfræði klára þetta mál og þá vil ég einnig sjá þetta fólk setjast niður og gera sér grein fyrir því að það er ekki bara fólk þarna úti sem er í kröggum núna heldur er fullt fullt af fólki sem er á leiðinni þangað.
Hvað á að gera fyrir það fólk ? Hvaða lausnir eru fyrir þá sem varla ná endum saman ? Hvað með þessa bévítans verðtryggingu ? hvaða ofsahræðsla er í gangi með hana eiginlega ?
Ég gert spurt og spurt og ég veit að ekki fæ ég svör.
Fólk lærir ýmsa hluti og notar visku sína í þeim efnum til þess að fræða okkur hin og koma með lausnir ef þarf. Enginn er heimskur endilega - en það er samt ekki viturlegt að setja hvern sem er í hvaða verk sem er !
VERÐTRYGGINGUNA BURT ÚR OKKAR HAGKERFI TAKK !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Skuldir fyrnist á tveimur árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 21:21
HH og ríkisvaldið saman í eina sæng :o)
Það eru góðar "fréttir" að ríkisvaldið ætli að funda með Hagsmunasamtökum heimilanna og að VR sé að koma að málinu einnig. Ég vona bara að þetta séu ekki bara fréttir, heldur alvara og ég vona að fólk drífi sig í því að framkvæma. Það er áskorun mín að önnur stéttarfélög taki einnig upp hanskann fyrir verkalýðinn í landinu og alla hina og standi með okkur í baráttunni gegn ofurvaldi vaxta og verðtryggingar.
........................................Sameinuð stöndum vér og sundruð föllum vér...........................................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 14:36
Leggjum bílunum og tökum strætó
Það er fylgifiskur hækkunar á bensíni að fólk leggur bílnum sínum bara og tekur strætó Hvað fær ríkið út úr því ?? Það þarf aðeins að hugsa út fyrir kassann. Hver verða áhrifin ?
Það einfaldlega gengur ekki að hækka allt og hækka. Landsmenn sem greiða skatta nú þegar hafa ekki bolmagn til þess að greiða meira. Hvorki beina né óbeina Það er einfaldlega komið að því að skera miklu meira niður á stjórnarheimilinu eins og á öðrum heimilum í landinu.
Þetta er keðja og hver hlekkur skiptir máli. Þegar hlekkir veikjast þá veikist öll keðjan og jafnvel slitnar. Það þarf að fara varlega í frekari hækkanir. Það sem er nauðsynlegt að gera er að koma til móts við skuldara í landinu og sjá til þess að fólk hafi í sig og á út mánuðinn EFTIR að hafa klárað að greiða skuldir sínar. Því miður heyrir maður af mýmörgum dæmum þar sem fólk á erfitt með að láta enda ná saman. Verðtryggingin VERÐUR að fjúka, þeir sem eru á móti því lyfti upp hendi, já einmitt hendur þeirra koma á loft sem EIGA peninga og kæra sig ekki um að vextir og verðbætur á aurana sína minnki. Það er skiljanlegt en...mun það ganga upp til lengdar, ....... hmmm ???
Svo það er lokalausnin - strætó / svo má líka hjóla eða ganga
Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.7.2010 | 10:15
Tekjur ríkissjóðs 40 milljörðum meiri en áætlað var.
Gott mál en....Það er auðvitað ekki spurning um hvaðan þessir aurar koma, þar sem þúsundir fólks neyddist til þess að taka út viðbótarlífeyrissparnað sinn til þess að standa skil á ofurlánum sínum. Eins og nefnt er í frétt á Visi.is þá eru þetta fjármagnstekjur.
Það sem hinsvegar er súrt í þessu máli er að það skuli ríkja ánægja innan ríkisvaldsins með þessar tekjur þar sem þetta voru aurar sem fólk ætlaði sér til nota þegar eftirlaunaaldri væri náð.
Það er auðvitað til háborinnar skammar fyrir ríkisvaldið að almenningur skuli hafa þurft að leysa út þennan sparnað því það sýnir getuleysi stjórnvalda gangvart fjármálafyrirtækjum í þessu landi.
Bankarnir eru í gróða á hverjum ársfjórðungi og við "skuldarar" greiðum hverja krónu sem okkur ber. Það er súrt og ferlegt að hugsa til framtíðar og sjá að þegar maður hefur greitt upp lánin á íbúð sinni sem maður asnaðist til að kaupa, þá hefur maður greitt allavega tvöfalt íbúðarverð ef ekki meira. Það er eitt af þeim málum sem ríkisvaldið verður að einbeita sér að og það er að fella niður verðtrygginguna - það er auðvitað ekki það sem þeir vilja sem eiga innistæður í bönkunum því það gefur svo fjandi vel að hafa verðtryggingu á innlánum til langs tíma, en á móti þá er verðtryggingin ekki jafn fýsileg þegar hún er notuð annars staðar. (sjá vísindavefinn- spurning um verðbætur)
Auðvitað er gott að ríkið fái nóg af aur enda okkur öllum í hag myndi maður halda. En þá vil ég líka skora á ríkisvaldið og sveitarfélög að halda vel utan um fólk sem á ekki neinn aur og hefur ekki ofan í sig eða á. Fátækt er raunveruleiki á Íslandi og það er ríkisins að hjálpa fólki.
Burt séð frá voli og væli þá endilega njótið dagsins !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2010 | 13:14
Gengi gjaldmiðla ???
Hvernig stendur eiginlega á því að gengi á japönsku jeni og svissneskum franka fellur ekki eins og aðrir miðlar ? er það kannksi vegna þess að flest lán í erlendri mynt eru í þessum gjaldmiðlum ? það hefur meira að segja hækkað gengið á þessum tveim gjaldmiðlum í dag á meðan aðrir gjaldmiðlar fara lækkandi ! Ég tel banka vera að reyna að punga út meira en þeim ber vegna þessara erlendu lána svei mér þá. Hvað er til ráða ? Finnst engum þetta skrítið nema mér ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)