Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

I save ..... no no

Ég hef ekki fengið neinar haldgóðar skýringar fyrir því að ég eigi að segja já við Icesave í kosningunum í dag.

Aftur á móti þá hef ég fengið mýmargar skýringar á því að segja nei í dag.

Ég hef nefnilega trú á því að við Íslendingar, séum í dag með því að neita þessum lögum staðfestingar, eins og forseti okkar gjörði á afmælisdegi mínum, að koma stórri skriðu af stað sem fjármálaheimurinn þarf að fást við og þá meina ég sá fjármálaheimur sem "stórasta land í heimi" er aðeins agnarlítill partur af.

Efnahagskerfi eru nefnilega ekkert flókin fyrirbrigði í sjálfu sér, þetta er debet og kredit. Það sem fór með efnahagskerfið er að jafnvægið þar á milli raskaðist illilega mikið. Ég er hvorki hagfræðingur né reiknimeistari, en ég set þetta fram á einfaldasta hátt sem til er.

Tekið var meira út en lagt var inn !!

Nú eigum við skattborgarar á Íslandi að greiða fyrir þá sem tóku út án þess að eiga inni fyrir því. Afhverju ætti ég eða þú. að greiða þetta ??

Enginn fer í villugötur með það að innistæðutryggingasjóðurinn á Íslandi eigi að greiða lágmarks innistæðutrygginguna fyrir Breta og Hollendinga, en ég hef ekki séð nein lög varðandi það að heilt þjóðfélag eigi að taka á sig skuldir annarra!!

Ég merki X við NEI í dag því ég er Íslendingur án áhrifa frá fjármálaelítunni.

Ég skora á alla aðra kosningabæra menn og konur að setja X við nei í dag.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband