Færsluflokkur: Fjármál
Fullyrt er af bönkun þessa lands að viðbótarlíreyrissparnaður sé ein sú besta leið sem hægt er að fara með peningana sína. Ég hef reynt eins og svo margir aðrir þessa mánuðina að það er HELBER LYGI sem þar fer. Ég sjálf hætti að greiða í viðbótarlífeyrissparnað hjá viðskiptabanka mínum og flutti mig annað. Sjóðurinn varð eftir, því miður............ Þegar svo inneignartalan kom eftir bankahrunið þá hafði inneign mín minnkað um ríflega 20 prósent. Enn er innistæðan að minnka og núna um önnur tæp 10 prósent.
Ég geri þá skýlausu kröfu að ég fái að leysa út þessa peninga áður en þeir verða að engu. Ég geri einnig þá kröfu að ég greiði ekki nema 10 prósenta fjármagnstekjuskatt af upphæðinni og það vegna þess að hún hefur nú þegar minnkað um restina af skattaprósentunni sem greiðast skal.
Ég veit það fullvel að lífið er annað og meira en peningar, en það skal enginn segja mér að ég geti hunsað það að greiða skuldir mínar. Aftur á móti þá geta bankastofnanir rænt okkur landsmenn eins og ekkert sé.
ÉG MÆLI MEÐ ÞVI AÐ LANDSMENN SEM GREIÐA NÚ ÞEGAR Í VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐ Í ÍSLENSKUM BÖNKUM SEGI UPP ÞEIM SPARNAÐI OG HÆTTI AÐ LÁTA RÆNA SIG.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)