Hvað með verðtrygginguna ?

Get ekki séð að þetta sé eitthvað betri kostur en það sem verið hefur í boði hingað til - verðtryggingin kemur til með að hækka þessi lán næstu árin, upp að, eða yfir verðmat eignarinnar.
Það á að bjóða fólki að taka lán án verðtryggingarinnar !!! þá erum við að tala saman.


mbl.is Arion banki býður íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn á þessum lánum og þeim sem bankarnir buðu fyrir hrun er sá að það var einhverskonar "vaxtaendurskoðun" eftir nokkur ár. M.ö.o. þeir buðu lán á sirka 4% vöxtum (+verðtryggingu auðvitað) en svo gátu þeir einhliða hækkað vextina eftir ákveðinn tiltekinn tíma. Hér eru hinsvegar vextirnir negldir niður (aftur fyrir utan verðbólgu).

Ég held (þó ég búi ekki á íslandi og þekki ekki til í bönkunum) að bankarnir þori ekki að bjóða óverðtryggð lán því þeir eru hræddir við verðbólguna eins og aðrir. Ef okkur tekst að berja ríkisstjórnina til að halda verðbólgunni niðri þá er fólk góðum málum með þessi lán.

Ólafur (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 13:22

2 identicon

Ég veit nú ekki betur en að bankarnir séu skyldaðir samkvæmt lögum að hafa lán verðtryggð séu þau til lengri tíma en annað hvort tveggja eða þriggja ára. Verðtryggingin er skelfileg og mikið óréttlæti í henni en það verður fólk að eiga við stjórnvöld en ekki bankana.

Arnór (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 19:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heildarskulds þess láns ef til 30 ár mun hækka um 30% að raunvirði á lánstíma ef verðbólga verður hér sú sama og í UK.  Þetta skilar því verðbótum sem er hærri en vextirnir.  Hinvegar er 4,3% vextir hærri en 3,0% verðbólguvextir. Þetta lán miðað við 60 % veðhlutfall mun vax alveg öruglega upp í 90% af verði eignar. og gerir kröfum um 30 % meiri greiðslugetu á síðast gjaldaga en þeim fyrsta, nema einhver trúi að  verðbólga verði minni hér en í Danmörku, UK og USA.  4,2 % fastir og meðal breytilegi vextir eru á USA markaði í dag.  Þetta plat 4,3% jafngildir um 9,2% föstum vöxtum í USA ef verðbólga verður sú sama og þar.

Allir sem taka þessi glæpalán verða að geta sparað 30 % af því sem er greitt mánaðarlega í lánið og helst borga 10% meira á hverjum gjaldaga. Nema þeir búist við að kaup þeirra hafi hækkað að raunvirði um 30% eftir 30 ár. 

Júlíus Björnsson, 7.5.2011 kl. 03:27

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér geta banka boðið upp á 1,2 % fasta vexti með verðtryggingu. Enda tekjur hér almennt lægri en í USA.

Júlíus Björnsson, 7.5.2011 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband