Nú er mér allri lokið....

Ég verð að blogga um það hér að mér er allri lokið. Þetta er tískan í dag - segja hug sinn á vefnum - svo ég geri það líka. Vona að þetta sjáist og vekji einhverja upp frá "djúpum" svefni og andvaraleysi og máttleysi og öllu sem hægt er að nefna þegar kemur að stjórnmálamönnum í þessu landi.
Ég hef talið mig vistvæna - umburðalynda - réttláta - langlynda en ég hef fengið nóg !
Ég veit ekki hvort það yrði nokkuð betra þó við kysum annað stjórnmálaafl eða öfl yfir okkur hér á þessu guðsvolaða landi, en ég á ekki von á því að það verði neitt verra en það sem er í gangi núna. Ríkisstjórn Íslands er óhæf !!
Ég vil breytingar og það ekki síðar en í gær, ég fæ ekki skilið afhverju ríkisvaldið er ekki að sjá það sem er að gerast í þessu landi !? Atvinnuleysið sem hefur nú varað hjá allt of mörgum í allt of langan tíma fer að taka alvarlegan toll af landsmönnum. Úrbætur fyrir atvinnulausa eru ekki að skila sér inn á matardiskinn hjá þeim og síður en svo er þessi ríkisstjórn að bæta atvinnuástandið - nei þeir halda að sér höndunum - ég er bara ekki að skilja þetta.
Það er auðvelt að vera í vinnu og eiga bíl og hafa þak yfir höfuðið, en það er líka blindandi - því maður sér ekki hvað þeir sem eru atvinnulausir þurfa að ganga í gegnum.
Mun ég geta keypt mat í næsta mánuði ? Mun ég geta borgað leigu í næsta mánuði ? Mun ég eiga líf í næsta mánuði ??
Ég set hér fram hugleiðingar sem gætu farið í gegnum huga þess sem er atvinnulaus og hefur misst vonina - ég sjálf er heppin að hafa vinnu og það sem ég þarf, en það er ekki svo með alla sem maður þekkir. Því miður....
Afhverju er fólk tekið af atvinnuleysisbótum í landi sem býður ekki fólki vinnu í staðinn ?!? Á hverju á fólk að lifa ? Það er spurning að kalla til erlenda fréttamiðla og hleypa þeim inn í líf einstaklings sem er í þeim sporum sem hér fyrir ofan er lýst. Bara hugdetta. Hvernig eigum við að taka á þessu ? Hvað ætlar þessi ríkisstjórn að gera í málinu ?
Ég veit að ef ég væri atvinnulaus og missti bæturnar og vissi ekki hvernig ég fengi ofaní mig næsta mánuðinn þá væri ég ekki lengi að stimpla mig út - en fólk er sterkt og þolir mótlætið - but only so far..........

Breytt mataræði - ekki auðvelt

Er að taka mig í gegn - mataræðið breytt og er á sjöunda degi með South Beach... þetta er erfitt, mig langar geðveikt í sykur !!!
Fann góða síðu hjá bloggara sem ég ætla að fylgjast með og sækja mér fróðleik í uppskriftabanka hennar... Segi bara takk fyrir fólk sem er svona duglegt að blogga um mat og hollustu og setja uppskriftir á netið !! ;o)

Það er sykur í svo mörgu sem mann langar í - síld með lauk í krukku -- sykur, álegg allskyns -- sykur, kex og brauð og og og ---sykur.

En það er líka gaman að finna uppskriftir af því sem má setja ofaní sig og njóta nýrra bragða.

Svo er tími hrútspunga núna, sem by the way eru hollir víst, en þeir eru bara uppseldir !! Ömurlegt, ég fékk bara einn bita og svo bara alllt búið... fúlt, goða púngar eru góðir púngar :o) Næsta ár fer ég til þeirra í byrjun þorra og kaupi mér heila lengju af púngum.....


Er okkur alveg sama ??!

Frétt í Viðskiptablaðinu segir að fyrirtæki vilji reisa natríumklórat verksmiðju sem tekur minna af raforku en álverið sem blásið hefur verið af.
Ég spyr : er okkur sama hvað er framleitt á Íslandi ??
lesið hér http://en.wikipedia.org/wiki/Sodium_chlorate
um þetta efni......
mbl.is 5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef færa á þjónustu yfir á sveitarfélögin þá verður,

fé að fylgja með. Það er ekki hægt að dæla hinu og þessu á óburðug sveitarfélög og láta ríkið halda skattfé landsmanna.
mbl.is Fleiri verkefni til sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið ætlar að sækja erlendan gjaldmiðil ..

Ætlar nú ríkið að taka upp á því sem bankarnir okkar féllu á ?? Búa til loftbólu úr engu ?
Kauptu þér ríkisskuldabréf í evrum sem er tengd við íslensku krónuna og svo styrkist krónan og þá áttu því miður AÐEINS minna inni. Við fáum þá kannski annað icesave mál yfir okkur ? Afhverju er ríkið að gera þetta núna ?? eigum við ekki fullt af lánspeningum í sjóði einhversstaðar ??

Ég er greinilega voðalega græn í þessum efnum


mbl.is Undirbýr útgáfu erlendra skuldabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og maður hefur alltaf sagt !

Þvo þarf allt grænmeti og ávexti sama hvaðan það kemur og hvaða nafn það ber.
Maður veit aldrei nefnilega !!
mbl.is Fleiri látnir í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með verðtrygginguna ?

Get ekki séð að þetta sé eitthvað betri kostur en það sem verið hefur í boði hingað til - verðtryggingin kemur til með að hækka þessi lán næstu árin, upp að, eða yfir verðmat eignarinnar.
Það á að bjóða fólki að taka lán án verðtryggingarinnar !!! þá erum við að tala saman.


mbl.is Arion banki býður íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

I save ..... no no

Ég hef ekki fengið neinar haldgóðar skýringar fyrir því að ég eigi að segja já við Icesave í kosningunum í dag.

Aftur á móti þá hef ég fengið mýmargar skýringar á því að segja nei í dag.

Ég hef nefnilega trú á því að við Íslendingar, séum í dag með því að neita þessum lögum staðfestingar, eins og forseti okkar gjörði á afmælisdegi mínum, að koma stórri skriðu af stað sem fjármálaheimurinn þarf að fást við og þá meina ég sá fjármálaheimur sem "stórasta land í heimi" er aðeins agnarlítill partur af.

Efnahagskerfi eru nefnilega ekkert flókin fyrirbrigði í sjálfu sér, þetta er debet og kredit. Það sem fór með efnahagskerfið er að jafnvægið þar á milli raskaðist illilega mikið. Ég er hvorki hagfræðingur né reiknimeistari, en ég set þetta fram á einfaldasta hátt sem til er.

Tekið var meira út en lagt var inn !!

Nú eigum við skattborgarar á Íslandi að greiða fyrir þá sem tóku út án þess að eiga inni fyrir því. Afhverju ætti ég eða þú. að greiða þetta ??

Enginn fer í villugötur með það að innistæðutryggingasjóðurinn á Íslandi eigi að greiða lágmarks innistæðutrygginguna fyrir Breta og Hollendinga, en ég hef ekki séð nein lög varðandi það að heilt þjóðfélag eigi að taka á sig skuldir annarra!!

Ég merki X við NEI í dag því ég er Íslendingur án áhrifa frá fjármálaelítunni.

Ég skora á alla aðra kosningabæra menn og konur að setja X við nei í dag.


mbl.is Varar Íslendinga við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahérna !!

Ég skal trúa því sem sagt er þarna inni þegar ég sé það skjalfest og þinglýst í ofanálag.

Ég vil sjá sérhæfða einstaklinga með gráður í hagfræði´og þjóðhagfræði klára þetta mál og þá vil ég einnig sjá þetta fólk  setjast niður og gera sér grein fyrir því að það er ekki bara fólk þarna úti sem er í kröggum núna heldur er fullt fullt af fólki sem er á leiðinni þangað. 

Hvað á að gera fyrir það fólk ? Hvaða lausnir eru fyrir þá sem varla ná endum saman ? Hvað með þessa bévítans verðtryggingu ? hvaða ofsahræðsla er í gangi með hana eiginlega ?

Ég gert spurt og spurt og ég veit að ekki fæ ég svör. 

Fólk lærir ýmsa hluti og notar visku sína í þeim efnum til þess að fræða okkur hin og koma með lausnir ef þarf.  Enginn er heimskur endilega - en það er samt ekki viturlegt að setja hvern sem er í hvaða verk sem er !

 VERÐTRYGGINGUNA BURT ÚR OKKAR HAGKERFI TAKK !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


mbl.is Skuldir fyrnist á tveimur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HH og ríkisvaldið saman í eina sæng :o)

Það eru góðar "fréttir" að ríkisvaldið ætli að funda með Hagsmunasamtökum heimilanna og að VR sé að koma að málinu einnig.  Ég vona bara að þetta séu ekki bara fréttir, heldur alvara og ég vona að fólk drífi sig í því að framkvæma.  Það er áskorun mín að önnur stéttarfélög taki einnig upp hanskann fyrir verkalýðinn í landinu og alla hina og standi með okkur í baráttunni gegn ofurvaldi vaxta og verðtryggingar. 

 

........................................Sameinuð stöndum vér og sundruð föllum vér...........................................

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.