17.6.2009 | 09:47
Mikið vit
Það fer ekki framhjá neinum að kröggur í fjármálum tróna efst á toppi ríkisbúskapsins. Það sem aftur á móti flestir eru að segja/rita er að ríkisstjórnin eigi ekki að greiða ICESAVE reikninginn, heldur eigi þeir að einbeita sér að heimilum og fyrirtækjum í landinu.
Ég spyr, þegar ég og þú landi góður þurfum að taka til í okkar heimilisrekstri verðum við þá ekki að einbeita okkur fyrst og fremst að því að fara í gegnum stóru pakkana sem við skuldum ? Getur maður leyft sér að sleppa því ? Við ættum að setja aðeins meira traust á þetta fólk sem við kusum og bauð sig fram til að takast á við þær GÍFURLEGU skuldir og óráðsíu sem þeir háu herrar sem voru í valdastól fyrir, komu þjóðinni í !
Það er hreint ótrúlegt hvað fólk er frekt á að hlutir gerist í gær sem tók mörg ár að gerjast í þjóðfélagi okkar.
Gefið þessu fólki vinnufrið !
Mér þykir frábært hvað Eva Joly er opinská með að segja sína meiningu á íslenskri spillingu, reynið að taka það til ykkar sem eigið það og í framhaldinu gerið ykkur að betri mönnum með því að laga til í ykkar bakgarði og skilið uppskerunni á þann stað sem þið stáluð fræjunum frá.
15.6.2009 | 21:25
Hélt að hjartað gæfi sig
Hef drukkið eina hálfs lítra flösku af Coke Zero um ævina og eftir u.þ.b. klukkutíma fór hjartslátturinn í flug-gír og mér leið afar illa. ( var bara að gæða mér á pylsu og kók ) Ég neyti að öllu jöfnu ekki Coca Cola drykkja, eingöngu þegar ekkert annað er í boði, sem er afar sjaldgæft. Í umrætt skipti þá var ekki annar drykkur í boði og ég drakk hálfan líter, sem telst nú harla lítið magn. Það er ekki ofsögnum sagt að þessi umræddi drykkur er slæmur heilsu minni. Aspartame er óþekktarangi í sætuefnum, því er ég sammála. Veit þó ekki hvort "bara" það sé slæmt í Coke Zero !?
Hið víðfræga tyggigúmmí extra inniheldur aspartame, sem hangir við búðakassa í stórmörkuðum landsins. Margar aðrar vörur innihalda þetta efni og vert er að skoða það að banna þetta í vörum á Íslandi ??!
Ég mæli með spry tyggigúmí sem inniheldur xylitol en ekki aspartame.
Held að það sé hreint út sagt hollara að drekka sykraða drykki en þessa með gervi-sætu í, ef maður vill endilega drekka slíka drykki.
Safar innihalda líka sykur svo það er kannski best að halda sig við vatnið, sjóða það jafnvel og brugga sér gott te.
Vill banna Kók Zero | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2009 | 11:08
Mjólka á meðan drýpur
Það er greinilegt að það á að mjólka almenning á meðan drýpur og að lokum verður það blóð sem drýpur ef svona heldur áfram. Ekki er hægt að líta framhjá þeirri sorglegu staðreynd að á mörgum heimilium í landinu er miklir erfiðleikar sem eru duldir í þögn og mörgum líður verr en við vitum. Það er vitað mál að við þurfum á fé að halda til að lifa á þessum tímum en það vex ekki á trjánum í dag frekar en fyrri daga.
Ég skora á stjórnvöld í þessu landi að haga seglum eftir vindum og hlusta á þá sem blása vindunum - þ.e. fólkið í landinu.
Samtök iðnaðarins: Vaxtaákvörðunin vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 09:51
Sannleikur !!!
Þetta er það sem er ekki bara þörf á að framkvæma heldur er þetta "lífsnauðsynlegt"
Ef þetta er ekki framkvæmt og það á allra næstu mánuðum þá mun fara illa fyrir mörgum og er það nú þegar orðið svo
Þörf á tafarlausum aðgerðum í þágu heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2009 | 18:11
Að kjósa að kjósa en sleppa því ekki.
Það er mikill fjöldi fólks á öllum aldri sem er alls ekki með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokk eða afl það á að setja X við, á komandi laugardegi.
Ég verð að segja að mér þykir nokkuð neikvætt að samfylkingin heldur því hæðst á lofti í sinni kosningabaráttu að umsókn um inngöngu í Evrópubandalagið sé það sem þjóðin þurfi til þess að rétta sig af í þeim fjármálaþrengingum sem yfir okkur dynja þessa mánuðina. Fyrir það fyrsta þá mun innganga sú varla ganga hratt fyrir sig að ég held og þar af leiðandi ekki bjarga miklu fyrir okkur í nánustu framtíð.
Það sem fólkið í landinu vill og þarf á þessum tíma eru lausnir sem virka strax, ekki í einhverri ókominni framtíð.
Loforð einhverra flokka um einhver þúsundir af störfum eru einnig skrítin og hreint út sagt bjánalegt að gefa út loforð sem ekki er hægt að standa við. Loforð eru orð yfir eitthvað sem er lofað og á að standast, það lærði ég altént sem barn og hef haldið mig við þá meiningu.
Ég verð að bæta við að ég á svakalega erfitt með að skilja fólk sem heldur sig við að kjósa sjálfstæðisflokkinn þar sem hann átti stóran ef ekki stærstan þátt í því hruni sem hefur orðið á fjármálamarkaði Íslands. Ekki er þó sanngjarnt að skilja framsóknarflokkinn útundan í þeim efnum enda voru þeir þarna í svokölluðum "rassvasa" sjálfstæðisflokks til margra ára. Já og svo var samfylkingin þarna í einhvern tíma núna upp á það síðasta í stjórnarsamstarfi með sjálfstæðisflokki.
Við vitum öll, að þjóðin þarf á því að halda að byggja sig upp af eigin rammleik því að við erum engvir eymingjar með hor. Við erum sterk þjóð og við getum þetta alveg, við verðum bara að halda að okkur höndunum í smá tíma og vera skynsamari en við höfum verið til margra ára á undan. Haga okkur eins og Páll Óskar boðar í auglýsingum Byrs og vera fjárhagslega HEILBRIGÐ. Safna fyrir því sem við viljum kaupa en ekki taka lán.
Ég veit hvað ég ætla að kjósa og er stolt af því vali. Ég vona bara ykkar hinna kjósenda vegna að þið getið gert slíkt hið sama. Mætt út í lífið á sunnudag og hina dagana eftir það og sagt hreykin að þið hafið kosið rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fullyrt er af bönkun þessa lands að viðbótarlíreyrissparnaður sé ein sú besta leið sem hægt er að fara með peningana sína. Ég hef reynt eins og svo margir aðrir þessa mánuðina að það er HELBER LYGI sem þar fer. Ég sjálf hætti að greiða í viðbótarlífeyrissparnað hjá viðskiptabanka mínum og flutti mig annað. Sjóðurinn varð eftir, því miður............ Þegar svo inneignartalan kom eftir bankahrunið þá hafði inneign mín minnkað um ríflega 20 prósent. Enn er innistæðan að minnka og núna um önnur tæp 10 prósent.
Ég geri þá skýlausu kröfu að ég fái að leysa út þessa peninga áður en þeir verða að engu. Ég geri einnig þá kröfu að ég greiði ekki nema 10 prósenta fjármagnstekjuskatt af upphæðinni og það vegna þess að hún hefur nú þegar minnkað um restina af skattaprósentunni sem greiðast skal.
Ég veit það fullvel að lífið er annað og meira en peningar, en það skal enginn segja mér að ég geti hunsað það að greiða skuldir mínar. Aftur á móti þá geta bankastofnanir rænt okkur landsmenn eins og ekkert sé.
ÉG MÆLI MEÐ ÞVI AÐ LANDSMENN SEM GREIÐA NÚ ÞEGAR Í VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐ Í ÍSLENSKUM BÖNKUM SEGI UPP ÞEIM SPARNAÐI OG HÆTTI AÐ LÁTA RÆNA SIG.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 11:46
Evrópuaðild eða standa sjálf undir okkur ?
Það er mikið rætt um Evrópuaðild þessa dagana. Það fer ekki framhjá neinum, en ég vildi gjarnan fá að vita hvað þetta fólk ætlar að gera ef þjóðin sjálf velur að fara ekki í Evrópubandalagið ? Hvaða lausn hefur þetta fólk í pokahorninu ef ekki verður af þessu ? Það er alls ekki víst að svo verði. Það er bráðnauðsynlegt að ræða aðra möguleika einnig.
Ég fyrir mitt leyti er alls ekki viss um að ég gefi mitt atkvæði sem "já" í þessa aðild. Þetta er eins og skyndilausn hjá stjórnarmönnum í ríkisstjórn sem hafa ÞVÍ MIÐUR engar lausnir í efnahagskreppunni sem gengur yfir landið. Þar að auki er það til helberrar skammar að fólk sem á að vera gáfað, vitrara og úrlausnarhæfara en hver annar Jón í landinu, felur sig á bakvið lygavegg og enginn þorir að koma fram og tala.
Við erum þjóð og ætlum okkur að halda áfram að vera þessi þjóð. Við munum hreinsa til og losa okkur við óæskilegt stjórnarlið sem er einungis að sýna vanhæfni en ekki hæfni. Þetta eru í raun sorglegir tímar, þar sem fólkið sem við kusum er engan veginn að standa sig sem diplomatískir herrar og frúr sem eiga að vera okkur fyrirmynd.
Ég hef fulla trú á því, að þessi ísjaki sem er að bráðna smátt og smátt, dag eftir dag, eigi að lokum eftir að opinbera alla þá skítugu aðila sem hafa verið að drullupollast í óheiðarleika kapítalismans.
Það skal líka vera öllum ljóst að þó svo að framsóknar- sjálfstæðis- og samfylkingar-flokkarnir allir, sem eru að ræða Evrópuaðild, ráða því ekki að lokum, hvort þjóðin velji þessa leið.
Áður en þessi umræða um aðildina heltekur stjórnarflokkana þá væri heillavænlegra fyrir þá að einbeita sér að því sem heimilin í landinu eru að þola þessar vikur, atvinnuleysi og gífurlega skuldasöfnun vegna hárra vaxta og verðbólgu. Landið byggist á íbúum þess og ef þeir fara í burtu þá er þetta ekki lengur neitt annað en eyja elds og ísa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 21:42
Heilbrigðiskerfið og einkavæðing
Það er verið að stefna á einkavæðinguna hröðum skrefum þessa dagana og almenningur og aðrir aðilar sem koma málinu við hafa lítið sem ekkert um þetta að segja. Heilbrigðisráðuneytis-stjórnendur eru að nota sér ástandið til þess að koma okkur í einkavæðinguna á lúmskan hátt. Innritunargjaldi, sameiningar heilbrigðisstofnana og aðra lagðar niður. Hver veit hvað það verður næst ?
Þetta veit bara á eitt - EINKAVÆÐINGU-
Það er það sem sjálfstæðismenn vilja, einkavæða. Svo förum við í útrás með heilbrigðiskerfið okkar. Seljum þeim sem hafa efni á toppþjónustu en hinir fátækari mega láta sér lynda við að fá slakari þjónustu afþví að "kerfið" sér um að greiða fyrir þá.
Man einhver eftir því að þessi ríkisstjórn talaði um að gera eitthvað fyrir heimilin vegna fjármálakreppunnar ? Það ber greinilega ekki að taka þá alvarlega þar sem þeir segja eitt en framkvæma annað.
Það er spurning hvort ekki sé kominn tími til að mæta á mótmæli í bænum og búa til skilti sem stendur á eitthvað sem ég get ekki skrifað hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2009 | 14:06
Nýtt ár ný tækifæri
Komin aftur á bloggið. Byrja á að óska landsmönnun gleðilegs nýs árs og vona að þetta ár verði bara betra en það sem nú er farið í aldanna skaut. Ekki hægt að toppa atburði síðasta árs alveg á næstunni, held ég. Annars veit maður aldrei hvað gerist svosem og með hlýnun jarðar þá bráðna jú víst jöklar og toppurinn á ísjakanum sem tilheyrir fjármálahruninu er varla nema rétt farinn að bráðna og við eigum væntanlega eftir að sjá margt koma með þeirri bráðnun og margir sem eiga eftir að þurfa að játa syndir sínar og gjalda fyrir þær á einhvern hátt.
Ég játa alveg syndir mínar, ég tók lán í erlendri mynt og það er með einhvern bólgusjúkdóm, því það er að stækka og stækka og ég fæ ekkert við ráðið. Ég verð að játa að ég sárkenni til með þeim einstaklingum sem tóku erlend lán til húsnæðiskaupa. Ef ég væri með slíkt lán þá væri ég ... ja ég veit ekki en ég væri örugglega komin á heavy róandi til að fara ekki hreint og beint yfirum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)