Að kjósa að kjósa en sleppa því ekki.

Það er mikill fjöldi fólks á öllum aldri sem er alls ekki með það á hreinu hvaða stjórnmálaflokk eða afl það á að setja X við, á komandi laugardegi. 

Ég verð að segja að mér þykir nokkuð neikvætt að samfylkingin heldur því hæðst á lofti í sinni kosningabaráttu að umsókn um inngöngu í Evrópubandalagið sé  það sem þjóðin þurfi til þess að rétta sig af í þeim fjármálaþrengingum sem yfir okkur dynja þessa mánuðina.  Fyrir það fyrsta þá mun innganga sú varla ganga hratt fyrir sig að ég held og þar af leiðandi ekki bjarga miklu fyrir okkur í nánustu framtíð.  

Það sem fólkið í landinu vill og þarf á þessum tíma eru lausnir sem virka strax, ekki í einhverri ókominni framtíð.    

Loforð einhverra flokka um einhver þúsundir af störfum eru einnig skrítin og hreint út sagt bjánalegt að gefa út loforð sem ekki er hægt að standa við.  Loforð eru orð yfir eitthvað sem er lofað og á að standast, það lærði ég altént sem barn og hef haldið mig við þá meiningu.

 

Ég verð að bæta við að ég á svakalega erfitt með að skilja fólk sem heldur sig við að kjósa sjálfstæðisflokkinn þar sem hann átti stóran ef ekki stærstan þátt í því hruni sem hefur orðið á fjármálamarkaði Íslands.  Ekki er þó sanngjarnt að skilja framsóknarflokkinn útundan í þeim efnum enda voru þeir þarna í svokölluðum "rassvasa" sjálfstæðisflokks til margra ára.  Já og svo var samfylkingin þarna í einhvern tíma núna upp á það síðasta í stjórnarsamstarfi með sjálfstæðisflokki.  

Við vitum öll, að þjóðin þarf á því að halda að byggja sig upp af eigin rammleik því að við erum engvir eymingjar með hor.  Við erum sterk þjóð og við getum þetta alveg, við verðum bara að halda að okkur höndunum í smá tíma og vera skynsamari en við höfum verið til margra ára á undan. Haga okkur eins og Páll Óskar boðar í auglýsingum Byrs og vera fjárhagslega HEILBRIGÐ.  Safna fyrir því sem við viljum kaupa en ekki taka lán.  

Ég  veit hvað ég ætla að kjósa og er stolt af því vali.  Ég vona bara ykkar hinna kjósenda vegna að þið getið gert slíkt hið sama.  Mætt út í lífið á sunnudag og hina dagana eftir það og sagt hreykin að þið hafið kosið rétt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband